Uppgjörið: Vestri - KA 0-2 | Hallgrímur Mar afgreiddi Vestramenn sem bíða enn Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 14. júlí 2024 15:59 KA-menn eru á góðu skriði þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét KA-menn unnu sinn þriðja sigur í síðustu fjórum deildarleikjum og eru komnir upp í áttunda sæti Bestu deildar karla eftir 2-0 sigur á Vestra á Ísafirði í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA þar af það fyrra úr víti sem Viðar Örn Kjartansson fiskaði. Vestramenn hafa því enn ekki náð að fagna sigri á nýja gervigrasinu sínu og þeir fengu tvö rauð spjöld í svekkelsinu í lokin. Það er ekki hægt að segja mikið um leik dagsins, sérstaklega ekki fyrri hálfleik þar sem lítið sem ekkert gerðist, nema þá kannski rétt undir lokin þegar Viðar Örn, sem var nokkuð sprækur í dag, var tekinn niður af Eskelinen og réttilega dæmd vítaspyrna. Hallgrímur Mar fór á punktinn, setti hann fast niðri í vinstra hornið og staðan 0-1 fyrir gestina rétt fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks hefðu KA menn geta fengið annað víti þegar Viðar Örn er togaður niður, sem Helga Mikael yfirsást og leikurinn hélt áfram. Benedikt Waren átti nokka góða spretti fyrir Vestra í dag og var eflaust manna sprækastur. Hann átti nokkrar fyrirgjafir sem hefðu með smá heppni getað lent á samherjum. Davíð Smári, þjálfari Vestra, var orðinn þreyttur á KA mönnum eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik og fékk fyrir vikið gult spjald, taldi þá vera tefja full mikið. Það var svo Grímsi sem tvöfaldaði forustu KA manna á 75. mínútu eftir góða sending frá Harley Willard og leikurinn þá gott sem búinn. Á 87. Mínútu var smá lífsmark með heimamönnum þegar Morten skallaði í slánna. Það var svo undir lok leiksins að Fatai fær guld spjald en hann sparkar á eftir leikmanni KA en Kári Gautason hafði brotið á honum. Jón Hálfdán, aðstoðarþjálfari Vestra, fylgdi Fatai svo mínútu seinna í sturtu. Spennustigið mikið og þungt yfir Vestramönnum að því virðist vera. Sanngjarn sigur KA manna sem fljúga heim til Akureyrar með 3 stig í pokanum og neita Vestramönnum um sigur á nýja gervigrasinu. Atvik leiksins Mark KA manna sem kemur þeim á bragðið. Eftir það var enginn spurning hvernig þessi leikur myndi fara. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar átti góðan leik hjá KA og setti tvö mörk, það er erfitt að horfa fram hjá því á meðan flestir nema Benedikt í liði Vestra áttu dapran dag. Dómarinn - 7 Leiðinlegur leikur að dæma og mikið tuð í dómaranum. Hinsvegar voru engar stórar ákvarðanir rangar en hann hefði mátt leyfa leiknum að fljóta meira. Gefum honum bara góða sjöu. Stemning og umgjörð Það var ágætis stemning í góða veðrinu fyrir vestan. Þrátt fyrir smá vind, sem Ísfirðingar þekkja lítið, þá var hitastigið fínt og völlurinn eins og þeir gerast bestir. Ekkert yfir þessu að kvarta, nema þá að fagurfræði leiksins slaknaði smá við vindinn. Davíð Smári: Svekktur Davíð þorir ekki að tjá sig um dómgæsluna Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Pawel Davíð Smári var gríðarlega svekktur og ósáttur með sína menn eftir leik, sem hann taldi ekki eiga neitt skilið. „Við sköpuðum bara nánast ekki neitt í þessum leik, tengdum ekki neinar sendingar og réðum ekkert við vindinn.“ Helgi Mikael lét nokkur spjöld fara á loft og spurður að því sagðist Davíð ekki treysta sér að ræða hana. “Ég finn bara til með dómurunum, ég get ekki trúað að þeir séu sáttir með leikinn sem ég hélt að yrði auðvelt að dæma. Það var enginn stjórn á leiknum og það er leiðinlegt fyrir alla. Ekkert flæði, löngu stopp, markmenn fengu langan tíma og leikurinn langur og hægur. Enginn fótbolti spilaður” „HK í næsta leik, ég á voðalega erfitt með að trúa því að mínir menn komi svona í þann leik, það er bara sex stiga leikur og við þurfum alvöru frammistöðu í þeim leik,“ sagði Davíð um framhaldið og næsta leik. Davíð sagðist ekki hafa náð að heyra i Jeppe eftir leik og gæti ekki sagt hver meiðsli hans væru en Jeppe Gertsen meiddist mjög snemma í leiknum og þurfti frá að hverfa. Hallgrímur: Sáttur með stigin en vindurinn hafði of mikil áhrif. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel Hallgrímur Jónasson var kátari af þeim tveimur þjálfurum leiksins þegar við náðum tali á þeim. Honum fannst þó að vindurinn hafi haft full mikil áhrif á tvo góð lið. „Vindurinn hafði því miður mikil áhrif á hann, tvo topp fótboltalið þar sem var mikið undir,“ sagði Hallgrímur rétt eftir leik og hefði viljað sjá skemmtilegri leik fyrir sig og stuðningsmenn liðanna. „Það var mikið undir og mikið af spjöldum,“ sagði Hallgrímur um spjaldagleði Helga Mikaels sem hafði í nægu að snúast í seinni hálfleik. Hinsvegar verður ekki sagt að neitt þeirra hafi verið óverðskuldað og því missa bæði lið menn og fá sekt. „Mér líst bara vel á það, það er góður gangur á okkur núna eftir erfiða byrjun, sjö sigrar í síðustu 11 leikjum. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina í liðinu“ sagði Haddi þegar talið barst að næstu leikjum og því að vera kominn í 8. sætið. Besta deild karla Vestri KA
KA-menn unnu sinn þriðja sigur í síðustu fjórum deildarleikjum og eru komnir upp í áttunda sæti Bestu deildar karla eftir 2-0 sigur á Vestra á Ísafirði í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA þar af það fyrra úr víti sem Viðar Örn Kjartansson fiskaði. Vestramenn hafa því enn ekki náð að fagna sigri á nýja gervigrasinu sínu og þeir fengu tvö rauð spjöld í svekkelsinu í lokin. Það er ekki hægt að segja mikið um leik dagsins, sérstaklega ekki fyrri hálfleik þar sem lítið sem ekkert gerðist, nema þá kannski rétt undir lokin þegar Viðar Örn, sem var nokkuð sprækur í dag, var tekinn niður af Eskelinen og réttilega dæmd vítaspyrna. Hallgrímur Mar fór á punktinn, setti hann fast niðri í vinstra hornið og staðan 0-1 fyrir gestina rétt fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks hefðu KA menn geta fengið annað víti þegar Viðar Örn er togaður niður, sem Helga Mikael yfirsást og leikurinn hélt áfram. Benedikt Waren átti nokka góða spretti fyrir Vestra í dag og var eflaust manna sprækastur. Hann átti nokkrar fyrirgjafir sem hefðu með smá heppni getað lent á samherjum. Davíð Smári, þjálfari Vestra, var orðinn þreyttur á KA mönnum eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik og fékk fyrir vikið gult spjald, taldi þá vera tefja full mikið. Það var svo Grímsi sem tvöfaldaði forustu KA manna á 75. mínútu eftir góða sending frá Harley Willard og leikurinn þá gott sem búinn. Á 87. Mínútu var smá lífsmark með heimamönnum þegar Morten skallaði í slánna. Það var svo undir lok leiksins að Fatai fær guld spjald en hann sparkar á eftir leikmanni KA en Kári Gautason hafði brotið á honum. Jón Hálfdán, aðstoðarþjálfari Vestra, fylgdi Fatai svo mínútu seinna í sturtu. Spennustigið mikið og þungt yfir Vestramönnum að því virðist vera. Sanngjarn sigur KA manna sem fljúga heim til Akureyrar með 3 stig í pokanum og neita Vestramönnum um sigur á nýja gervigrasinu. Atvik leiksins Mark KA manna sem kemur þeim á bragðið. Eftir það var enginn spurning hvernig þessi leikur myndi fara. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar átti góðan leik hjá KA og setti tvö mörk, það er erfitt að horfa fram hjá því á meðan flestir nema Benedikt í liði Vestra áttu dapran dag. Dómarinn - 7 Leiðinlegur leikur að dæma og mikið tuð í dómaranum. Hinsvegar voru engar stórar ákvarðanir rangar en hann hefði mátt leyfa leiknum að fljóta meira. Gefum honum bara góða sjöu. Stemning og umgjörð Það var ágætis stemning í góða veðrinu fyrir vestan. Þrátt fyrir smá vind, sem Ísfirðingar þekkja lítið, þá var hitastigið fínt og völlurinn eins og þeir gerast bestir. Ekkert yfir þessu að kvarta, nema þá að fagurfræði leiksins slaknaði smá við vindinn. Davíð Smári: Svekktur Davíð þorir ekki að tjá sig um dómgæsluna Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Pawel Davíð Smári var gríðarlega svekktur og ósáttur með sína menn eftir leik, sem hann taldi ekki eiga neitt skilið. „Við sköpuðum bara nánast ekki neitt í þessum leik, tengdum ekki neinar sendingar og réðum ekkert við vindinn.“ Helgi Mikael lét nokkur spjöld fara á loft og spurður að því sagðist Davíð ekki treysta sér að ræða hana. “Ég finn bara til með dómurunum, ég get ekki trúað að þeir séu sáttir með leikinn sem ég hélt að yrði auðvelt að dæma. Það var enginn stjórn á leiknum og það er leiðinlegt fyrir alla. Ekkert flæði, löngu stopp, markmenn fengu langan tíma og leikurinn langur og hægur. Enginn fótbolti spilaður” „HK í næsta leik, ég á voðalega erfitt með að trúa því að mínir menn komi svona í þann leik, það er bara sex stiga leikur og við þurfum alvöru frammistöðu í þeim leik,“ sagði Davíð um framhaldið og næsta leik. Davíð sagðist ekki hafa náð að heyra i Jeppe eftir leik og gæti ekki sagt hver meiðsli hans væru en Jeppe Gertsen meiddist mjög snemma í leiknum og þurfti frá að hverfa. Hallgrímur: Sáttur með stigin en vindurinn hafði of mikil áhrif. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel Hallgrímur Jónasson var kátari af þeim tveimur þjálfurum leiksins þegar við náðum tali á þeim. Honum fannst þó að vindurinn hafi haft full mikil áhrif á tvo góð lið. „Vindurinn hafði því miður mikil áhrif á hann, tvo topp fótboltalið þar sem var mikið undir,“ sagði Hallgrímur rétt eftir leik og hefði viljað sjá skemmtilegri leik fyrir sig og stuðningsmenn liðanna. „Það var mikið undir og mikið af spjöldum,“ sagði Hallgrímur um spjaldagleði Helga Mikaels sem hafði í nægu að snúast í seinni hálfleik. Hinsvegar verður ekki sagt að neitt þeirra hafi verið óverðskuldað og því missa bæði lið menn og fá sekt. „Mér líst bara vel á það, það er góður gangur á okkur núna eftir erfiða byrjun, sjö sigrar í síðustu 11 leikjum. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina í liðinu“ sagði Haddi þegar talið barst að næstu leikjum og því að vera kominn í 8. sætið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti