„Maður er að rifna af monti“ Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 11:41 Ingvar leikur aðalhlutverkið í O og ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um hversu frábær leikari hann er. O verður í aðalkeppni stuttumynda í Feneyjum. aðsend Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. „Auðvitað er ég persónulega voðalega ánægður. Maður er að rifna af monti yfir fólkinu sem kom að myndinni. Þetta er stór áfangi fyrir okkur öll. Leikstjóranum er yfirleitt hamapð og hann settur fremst en það er her manna sem kemur að myndum sem þessum,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúna segir um sama hópinn að ræða og stóðo að baki Ljósbroti, sem valin var inn á Cannes á þessu ári en þessar kvikmyndahátíðir eru þær stærstu sem um getur á sínu sviði. „Þetta er mikill árangur þessa hóps,“ segir Rúnar. Mikil velgengni Rúnars og hans fólks Ljósbrot var valin opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin „standandi lófaklapp áhorfanda“ í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Rúnar kann sér vart læti, tvær mynda hans hafa heldur betur verið að gera það gott á þessu ári. O er komið á Feneyjahátíðina og Ljósbrot sló í gegn á Cannes.Mynd/Claudia Hausfeld Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Er þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Úr myndiinni Ljósbrot. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. Rúnar segist vitaskuld afar ánægður með þennan mikla heiður. „Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.” Myndirnar koma fljótlega fyrir augu Íslendinga Heather Millard framleiðandi er að sama skapi ánægð: „Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Hluti hópsins sem stendur að Ljósbroti á Rauða teppinu. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið Íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“ Skilmálar sem þessar stóru hátíðir setja eru að um sé að ræða heimsfrumsýningar á þeim myndum sem teknar eru inn. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september munu myndirnar verða sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. „Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Auðvitað er ég persónulega voðalega ánægður. Maður er að rifna af monti yfir fólkinu sem kom að myndinni. Þetta er stór áfangi fyrir okkur öll. Leikstjóranum er yfirleitt hamapð og hann settur fremst en það er her manna sem kemur að myndum sem þessum,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúna segir um sama hópinn að ræða og stóðo að baki Ljósbroti, sem valin var inn á Cannes á þessu ári en þessar kvikmyndahátíðir eru þær stærstu sem um getur á sínu sviði. „Þetta er mikill árangur þessa hóps,“ segir Rúnar. Mikil velgengni Rúnars og hans fólks Ljósbrot var valin opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin „standandi lófaklapp áhorfanda“ í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Rúnar kann sér vart læti, tvær mynda hans hafa heldur betur verið að gera það gott á þessu ári. O er komið á Feneyjahátíðina og Ljósbrot sló í gegn á Cannes.Mynd/Claudia Hausfeld Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Er þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Úr myndiinni Ljósbrot. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. Rúnar segist vitaskuld afar ánægður með þennan mikla heiður. „Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.” Myndirnar koma fljótlega fyrir augu Íslendinga Heather Millard framleiðandi er að sama skapi ánægð: „Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Hluti hópsins sem stendur að Ljósbroti á Rauða teppinu. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið Íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“ Skilmálar sem þessar stóru hátíðir setja eru að um sé að ræða heimsfrumsýningar á þeim myndum sem teknar eru inn. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september munu myndirnar verða sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. „Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira