„Ef maður bankar ekki opnar enginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 11:01 Erna Héðinsdóttir hefur dæmt í lyftingum í áratug og er nú komin inn á Ólympíuleikana. vísir/bjarni Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar. Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“ Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira