„Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 15:07 Móttökustöðin umdeilda veðrur starfræktur í Breiðagerðisskóla. vísir Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira