Íslensku stelpurnar í undanúrslit eftir stórsigur á Írum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:26 Agnes María Svansdóttir var frábær í dag með fimm þrista og 26 stig á aðeins 28 mínútum. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta var í miklu stuði í dag þegar liðið vann 43 stiga sigur á Írum, 88-45, í milliriðli í B-deild Evrópumótsins. Þetta er næststærsti sigur liðsins í sögunni. Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira