Íbúar Grafarholts geta tekið til matar síns á ný Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 11:47 Starfsmenn Krónunnar í Grafarholti eru hæstánægðir með opnunina. Krónan Verslun Krónunnar að Þjóðhildarstíg í Grafarholti hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokað í lok maí. Síðan þá hafa íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals þurft að leita út fyrir hverfið að matvöru. Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að verslunin hafi verið opnuð klukkan 09 í morgun eftir að hafa verið lokuð síðustu vikur vegna endurnýjunar til að mæta betur væntingum viðskiptavina ásamt því að horfa til umhverfisvænna lausna og innleiðingar á vistvænu kælikerfi. „Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina og höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Íbúar voru ekki ánægðir Vísir greindi frá því í byrjun júní að um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti yrðu án matvörubúðar í hverfinu í nokkrar vikur vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýndi Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Íbúar í hverfinu þurftu því að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Nú þurfa íbúarnir ekki að leita út fyrir hverfið og njóta meira að segja opnunartilboða á völdum vörum í nýopnaðri Krónuverslun. Matvöruverslun Verslun Reykjavík Festi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að verslunin hafi verið opnuð klukkan 09 í morgun eftir að hafa verið lokuð síðustu vikur vegna endurnýjunar til að mæta betur væntingum viðskiptavina ásamt því að horfa til umhverfisvænna lausna og innleiðingar á vistvænu kælikerfi. „Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina og höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Íbúar voru ekki ánægðir Vísir greindi frá því í byrjun júní að um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti yrðu án matvörubúðar í hverfinu í nokkrar vikur vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýndi Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Íbúar í hverfinu þurftu því að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Nú þurfa íbúarnir ekki að leita út fyrir hverfið og njóta meira að segja opnunartilboða á völdum vörum í nýopnaðri Krónuverslun.
Matvöruverslun Verslun Reykjavík Festi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira