Bandaríska körfuknattleikssambandið tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði frá því að Derrick White myndi koma í hans stað.
Þetta hefðu orðið fyrstu Ólympíuleikar Kawhi og hann lagði sig allan fram við að ná heilsu eftir að hafa misst mikið úr endaspretti NBA deildarinnar.
„Kawhi hefur verið að koma sér í stand fyrir Ólympíuleikana og náði nokkrum góðum æfingum í Las Vegas. Honum fannst hann tilbúinn til að taka þátt. Hins vegar virðir hann þá ákvörðun sem við tókum í samráði LA Clippers, að það yrði best ef hann einbeitti sér að því að ná fullri heilsu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í stað þess að taka þátt á Ólympíuleikunum,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska körfuknattleikssambandsins.
An update on Kawhi Leonard from the USA Basketball Men's National Team. pic.twitter.com/84TjYpc90i
— USA Basketball (@usabasketball) July 10, 2024
Derrick White mun því fá að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en hann vann NBA meistaratitilinn með Boston Celtics í síðasta mánuði og skrifaði í kjölfarið undir fjögurra ára, 126 milljóna dollara samning við félagið.