„Við erum bara að reyna að lifa af“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 07:01 Hannes Sasi Pálsson hefur lengi starfað í ferðamannabransanum við að skipuleggja brúðkaup ferðamanna. kristín maría Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira