Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 23:21 Bandaríkjaforseti flutti ræðu í tilefni af 75 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. EPA/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu. NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu.
NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26