Ísland á pari við San Marínó og Mónakó en langt á eftir Kýpur Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:02 Hákon Svavarsson, Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands á ÓL í París. ÍSÍ Aðeins þrjár Evrópuþjóðir koma til með að eiga færri keppendur en Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Ísland á fimm keppendur líkt og San Marínó, Mónakó og Malta. Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira
Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira