Körfubolti

Caitlin Clark varð fyrsti ný­liðinn til að ná þre­faldri tvennu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Caitlin Clark er að standa sig frábærlega á fyrsta tímabilinu í WNBA og trekkir áhorfendur að. 
Caitlin Clark er að standa sig frábærlega á fyrsta tímabilinu í WNBA og trekkir áhorfendur að.  Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images

Caitlin Clark heldur áfram að heilla í WNBA og varð í nótt fyrsti nýliði í sögu deildarinnar til að ná þrefaldri tvennu.

Caitlin endaði með 19 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst þegar Indiana Fever batt enda á níu leikja taphrinu með óvæntum endurkomusigri gegn toppliði deildarinnar New York Liberty.

Caitlin fékk væna vatnsgusu frá liðsfélögum sínum eftir leik og hirti boltann með sér heim.

Eftirvæntingin fyrir komu hennar var mikil og hún hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni. Innan vallar spilar hún stórkostlega og utan vallar flykkjast áhorfendur að til að bera hana augum.

Áhorfendamet WNBA deildarinnar var slegið síðasta þriðjudag þegar Indiana Fever mætti ríkjandi meisturum Las Vegas Aces.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×