„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:15 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir tapið stóra gegn ÍA í dag. vísir/Diego „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag. „Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
„Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06