Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 15:52 Vísir/Arnar Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann. Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann.
Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira