Körfubolti

Kemba Walker hættur og verður þjálfari hjá Hornets

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kemba Walker átti bestu daga ferilsins hjá Hornets og var einn albesti leikstjórnandi deildarinnar þegar honum var skipt til Boston Celtics.
Kemba Walker átti bestu daga ferilsins hjá Hornets og var einn albesti leikstjórnandi deildarinnar þegar honum var skipt til Boston Celtics. Thearon W. Henderson/Getty Images

Leikstjórnandinn Kemba Walker hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og mun snúa sér að þjálfun hjá fyrrum félagi sínu Charlotte Hornets.

Walker var sá níundi í nýliðavalinu 2009 eftir að hafa orðið háskólameistari með UConn og gekk til liðs við Charlotte Bobcats, sem heita nú Hornets. Þar lék hann við góðan orðstír í átta ár og var þrívegis valinn í stjörnulið NBA deildarinnar

Honum var svo skipt til Boston Celtics árið 2019, þar hélt hann áfram að vera stjörnuleikmaður næstu tvö árin áður en hann fór til New York Knicks. 

Leiðin lá niður á við eftir það, hann spilaði aðeins eitt tímabil með Knicks, síðan eitt tímabil hjá Dallas Mavericks og var að lokum lítið notaður á nýafstöðnu tímabili hjá frönsku meisturunum AS Monaco.

Strax og Walker tilkynnti ferilslokin var hann fenginn í þjálfarateymi Charlotte Hornets. Þar verður hann hluti af þjálfarateymi nýja aðalþjálfarans Charles Lee, sem hefur tvisvar orðið meistari sem aðstoðarþjálfari en verður í fyrsta sinn aðalþjálfari á næsta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×