Sjúklingur réðst á lækni sem fær ekki bætur frá ríkinu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 12:21 Árásin átti sér stað á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum heimilislæknis sem varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira