Íris fer á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 06:30 Íris Þórsdóttir með börnum sínum og Ólympíukyndlinum. ÍSÍ Aðeins fjórir íslenskir keppendur eru komnir með þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París en 34 ára íslenskur tannlæknir fær einnig að vera með í stemmningunni í Frakklandi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, sé á leið á Ólympíuleikana í París. Hlutverk Írisar verður þó öðruvísi en annarra í íslenska hópnum því Íris sótti um að vera sjálfboðaliði og var valin úr stórum hópi umsækjenda til að hjálpa til við leikana. Um 45 þúsund sjálfboðaliða þarf til að vinna við ýmis störf á Ólympíuleikunum en margar hendur þarf til þess að tryggja að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig á svo stórum viðburði. Verður á leikunum í tólf daga Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og munu þeir laða að þúsundir áhorfenda víðs vegar að úr heiminum. Íris mun vera í París í tólf daga af þeim sextán sem leikarnir standa yfir en setning leikanna fer fram föstudaginn 26. júlí og lokahátíðin sunnudaginn 11. ágúst. Það kemur fram á vef ÍSÍ að það hafi verið gamall draumur hjá Írisi að fara á Ólympíuleikana en hún æfði lengi frjálsíþróttir og fylgist í dag vel með öllum íþróttum. Hún er í skýjunum yfir að hafa verið valin og fá að upplifa Ólympíuleikana af eigin raun. Talar góða frönsku Íris talar góða frönsku og verður hennar hlutverk meðal annars að túlka og þýða fyrir íslenska hópinn, aðstoða starfsfólk ÍSÍ og aðra í kringum íslenska liðið og reyna að gera upplifun íþróttafólksins sem allra besta. Hennar starfsstöð verður í Ólympíuþorpinu. Í lok mars fór Íris á ráðstefnu í París fyrir sjálfboðaliða sem var einskonar prufukeyrslu fyrir leikana. Þar hafi hennar undirbúningur hafist en á ráðstefnunni var verið að prófa ýmsa verkferla sem notast á við á leikunum, sýna sjálfboðaliðunum medalíurnar og Ólympíukyndilinn og kynna fatnaðinn sem sjálfboðaliðarnir munu klæðast, svo fátt eitt sé nefnt. Á vef sinum óskar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Írisi góðs gengis og skemmtunar á Ólympíuleikunum sem fram undan eru. Það er hægt að taka undir það. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira