Er paprikan mín kvenkyns? Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 21:00 Kynlífstækjaverslunareigandinn Gerður vill meina að kvenkyns paprikur séu safararíkastar en garðyrkjubóndinn Örn er á því að þær appelsínugulu séu bestar. Vísir/Sara Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“ Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Sjá meira
Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“
Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Sjá meira