Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:33 Lögreglubílinn á grasinu við göngustíginn og góðkunningjarnir á rás eftir stígnum. Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira