Lenti með höfuðið á malbikinu þegar maður tók fram úr bílalest Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 17:00 Samsett mynd Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum. Atvikið endaði á þann veg að þegar að 50 til 100 metrar voru í bifreiðina sem nálgaðist óðfluga skelltist bifhjólið niður á hægri hliðina og hjálmur Guðmundar skrapaðist á malbikinu. Hann missti meðvitund við höggið en þegar hann vaknaði var ökumaður bifreiðarinnar horfin á brott. Guðmundur segir frá þessari raun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skammt frá Auðólfsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Sendi honum áreiðanlega fingurinn „Mæti ég fimm til sex bílalest og einum bíl sem var að taka fram úr lestinni á mínum vegarhelmingi. Vegrið var hægra megin svo að útafakstur var ómögulegur. Vinstra megin var svo téð lest svo að valmöguleikarnir fáir góðir. Skemmst frá að segja næ ég að gíra mig niður í þriðja gír og bremsa mig niður í malbik en þegar 50-100 metrar voru eftir í þennan fávita í framúrakstrinum skellti ég hjólinu niður á hægri hliðina (og sendi honum áreiðanlega fingurinn með vinstri) og hófst handa við að slétta gróft yfirborð þjóðvegarins með leðrinu og hjálminum,“ segir Guðmundur í Facebook- færslu sinni. Þegar hann vaknaði úr rotinu eftir höggið reif hann sig á fætur, losað restina af hjálminum af sér og spurði viðstadda hvort einhver hafði náð bílnúmerinu á ökutækinu sem var þá horfið af vettvangi. Að sögn sjónarvotta var bifreiðin með einkanúmer. Langidalur í Austur Húnavatnssýslu.Vísir/Vilhelm Ævinlega þakklátur þeim sem stöðvuðu Hann skilar hlýrri kveðju til fólksins sem stoppaði og hlúði að honum eftir að slysið átti sér stað og segist ævinlega þakklátur fyrir umhyggju þeirra, hlýju og velvild. Fólkið sem stöðvaði sé til marks um gæði mannverunnar í sinni tærustu mynd en ekki sé sömu sögu að segja um þann sem flúði vettvang. „Hinum megin á ásnum er svo auminginn sem varð valdur að slysinu, stakk af og skildi mig eftir með laskað hjólið, brotna hendi (þá vinstri) og verulega tætta þá hægri. Og jú sprungna vör, ónýtan hjálm og leður.“ Ólíðandi að fólk komist upp með að setja aðra í lífshættu Hann segist vera búin að tilkynna málið til lögreglunnar og vonast til þess að ökumaður bifreiðarinnar finnist sem fyrst. „Vil ég því kanna hér hvort að þeir vegfarendur sem voru á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur síðasta sunnudagskvöld kannist við að hafa séð til þessa bíls, geti veitt lögreglunni (eða mér) upplýsingar um númerið eða annað sem leitt getur til þess að hann verði látinn standa skil gjörða sinna.“ Hann segir það ólíðandi að fólk keyri með þessum hætti og komist upp með það að setja aðra í lífshættu með glæfraskap sínum. Brotin skrokkur og fjárhagslegt tjón Guðmundur situr núna að eigin sögn uppi með brotinn skrokk, glataðan tíma, sálarró í molum og fjárhagslegt tjón sem má telja í hundruðum þúsunda króna. Hann segir mikilvægast að hafa upp á ökumanninum svo hann læri að haga sér almennilega í umferðinni. Hann bendir því á átak Sniglanna bifhjólasamtaka sem stuðlar að öryggi í umferðinni og beinir því til ökumanna að koma öll heil heim. Umferðaröryggi Samgönguslys Umferð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sniglar hægja á umferð Töluverð umferðarteppa myndaðist á Hringbraut í dag vegna hópaksturs bifhjólasamtakanna Snigla. 1. maí 2024 12:46 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Atvikið endaði á þann veg að þegar að 50 til 100 metrar voru í bifreiðina sem nálgaðist óðfluga skelltist bifhjólið niður á hægri hliðina og hjálmur Guðmundar skrapaðist á malbikinu. Hann missti meðvitund við höggið en þegar hann vaknaði var ökumaður bifreiðarinnar horfin á brott. Guðmundur segir frá þessari raun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skammt frá Auðólfsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Sendi honum áreiðanlega fingurinn „Mæti ég fimm til sex bílalest og einum bíl sem var að taka fram úr lestinni á mínum vegarhelmingi. Vegrið var hægra megin svo að útafakstur var ómögulegur. Vinstra megin var svo téð lest svo að valmöguleikarnir fáir góðir. Skemmst frá að segja næ ég að gíra mig niður í þriðja gír og bremsa mig niður í malbik en þegar 50-100 metrar voru eftir í þennan fávita í framúrakstrinum skellti ég hjólinu niður á hægri hliðina (og sendi honum áreiðanlega fingurinn með vinstri) og hófst handa við að slétta gróft yfirborð þjóðvegarins með leðrinu og hjálminum,“ segir Guðmundur í Facebook- færslu sinni. Þegar hann vaknaði úr rotinu eftir höggið reif hann sig á fætur, losað restina af hjálminum af sér og spurði viðstadda hvort einhver hafði náð bílnúmerinu á ökutækinu sem var þá horfið af vettvangi. Að sögn sjónarvotta var bifreiðin með einkanúmer. Langidalur í Austur Húnavatnssýslu.Vísir/Vilhelm Ævinlega þakklátur þeim sem stöðvuðu Hann skilar hlýrri kveðju til fólksins sem stoppaði og hlúði að honum eftir að slysið átti sér stað og segist ævinlega þakklátur fyrir umhyggju þeirra, hlýju og velvild. Fólkið sem stöðvaði sé til marks um gæði mannverunnar í sinni tærustu mynd en ekki sé sömu sögu að segja um þann sem flúði vettvang. „Hinum megin á ásnum er svo auminginn sem varð valdur að slysinu, stakk af og skildi mig eftir með laskað hjólið, brotna hendi (þá vinstri) og verulega tætta þá hægri. Og jú sprungna vör, ónýtan hjálm og leður.“ Ólíðandi að fólk komist upp með að setja aðra í lífshættu Hann segist vera búin að tilkynna málið til lögreglunnar og vonast til þess að ökumaður bifreiðarinnar finnist sem fyrst. „Vil ég því kanna hér hvort að þeir vegfarendur sem voru á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur síðasta sunnudagskvöld kannist við að hafa séð til þessa bíls, geti veitt lögreglunni (eða mér) upplýsingar um númerið eða annað sem leitt getur til þess að hann verði látinn standa skil gjörða sinna.“ Hann segir það ólíðandi að fólk keyri með þessum hætti og komist upp með það að setja aðra í lífshættu með glæfraskap sínum. Brotin skrokkur og fjárhagslegt tjón Guðmundur situr núna að eigin sögn uppi með brotinn skrokk, glataðan tíma, sálarró í molum og fjárhagslegt tjón sem má telja í hundruðum þúsunda króna. Hann segir mikilvægast að hafa upp á ökumanninum svo hann læri að haga sér almennilega í umferðinni. Hann bendir því á átak Sniglanna bifhjólasamtaka sem stuðlar að öryggi í umferðinni og beinir því til ökumanna að koma öll heil heim.
Umferðaröryggi Samgönguslys Umferð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sniglar hægja á umferð Töluverð umferðarteppa myndaðist á Hringbraut í dag vegna hópaksturs bifhjólasamtakanna Snigla. 1. maí 2024 12:46 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Sniglar hægja á umferð Töluverð umferðarteppa myndaðist á Hringbraut í dag vegna hópaksturs bifhjólasamtakanna Snigla. 1. maí 2024 12:46