„Hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 20:42 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ekki sáttur eftir leikinn. Vísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur við dómara leiksins eftir 2-1 tap á móti KA. Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum. Besta deild karla HK Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum.
Besta deild karla HK Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira