Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 18:47 Andrea var fyrir utan íbúð sína í dag þegar innbrotsþjófur læddist inn bakdyrameginn. Andrea Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira