„Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 17:31 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Hinn látni hafi sagt við parið stuttu fyrir atvikið að hann ætlaði að fara frá Dagbjörtu og koma sér fyrir erlendis. Parið sagði að maðurinn átti það til að segja svona lagað eftir mikla áfengisdrykkju. Var í sturlunarástandi vegna hundsins „Við vorum í neyslu þarna. Ég og kærasta mín erum með þeim og erum yfir nótt og förum með Dagbjörtu niður í bæ og síðan komum við þarna aftur seinna og þá komum við bara að henni í sturlunarástandi og hundurinn upp á borði,“ sagði maður sem lýsti sér sem kunningja Dagbjartar. Þau höfðu þá verið í íbúðinni í Bátavogi að neyta áfengis og amfetamíns áður en þau fóru í miðbæ Reykjavíkur en þegar þau komu til baka var hundur Dagbjartar dauður. Maðurinn sagði að við það hafi Dagbjört orðið alveg brjáluð. „Hún stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum. Hún stendur í rúminu og sparkar í hann liggjandi. Hann gerði ekki neitt. Öskraði bara. Ég stoppaði hana strax af,“ sagði maðurinn. Stakk upp á því að setja hundinn í frystinn Hann tók fram að áður en þau fóru úr íbúðinni hafi brotaþoli komið fram og verið valtur á fótum og að það hafi sést að hann væri undir áhrifum áfengis. Dagbjört hafi verið undir miklum áhrifum af neyslu amfetamíns og í miklu uppnámi vegna dauða hundsins. Maðurinn stakk þá upp á því að setja hundinn í frystinn áður en hann yrði jarðaður við sumarbústað. Þegar parið yfirgaf íbúðina hafi Dagbjört og maðurinn verið grátandi í faðmlögum. Parið gerði ráð fyrir að þau væru búin að sættast en stuttu síðar lést maðurinn af áverkum í öndunarvegi. Kýldi brotaþola ítrekað í gríni Parið tók fram að þeim þætti ólíklegt að maðurinn hafi drepið hundinn. Maðurinn segir þó að Dagbjört hafi ítrekað sakað brotaþola um dráp hundsins. Parið kippti sér ekki mikið upp við ofbeldi Dagbjartar gagnvart manninum en þau nefndu að hún hafi átt það til að kýla hann ítrekað. Maðurinn sagði þó að það hafi í mestu verið gert í gríni og hafi ekki verið alvarlegt. Hann tók fram að brotaþoli hafi aldrei beitt hana ofbeldi svo hann vissi og að hann hafi verið ljúfur maður. Sváfu í sama rúmi Parið vissi ekki til þess hvort að Dagbjört og hinn látni hafi verið í ástarsambandi þó að þau hafi sofið í sama rúmi. Þau hafi ávallt sagst vera góðir vinir. „Þetta voru bara eins og venjuleg samskipti þeirra á milli. Hún kýldi hann og síðan voru þau orðin vinir strax aftur,“ sagði kunningi þeirra Parið sagði Dagbjörtu hafa sambönd í undirheimum Íslands og að hún hafi verið að selja amfetamín og annað slíkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Hinn látni hafi sagt við parið stuttu fyrir atvikið að hann ætlaði að fara frá Dagbjörtu og koma sér fyrir erlendis. Parið sagði að maðurinn átti það til að segja svona lagað eftir mikla áfengisdrykkju. Var í sturlunarástandi vegna hundsins „Við vorum í neyslu þarna. Ég og kærasta mín erum með þeim og erum yfir nótt og förum með Dagbjörtu niður í bæ og síðan komum við þarna aftur seinna og þá komum við bara að henni í sturlunarástandi og hundurinn upp á borði,“ sagði maður sem lýsti sér sem kunningja Dagbjartar. Þau höfðu þá verið í íbúðinni í Bátavogi að neyta áfengis og amfetamíns áður en þau fóru í miðbæ Reykjavíkur en þegar þau komu til baka var hundur Dagbjartar dauður. Maðurinn sagði að við það hafi Dagbjört orðið alveg brjáluð. „Hún stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum. Hún stendur í rúminu og sparkar í hann liggjandi. Hann gerði ekki neitt. Öskraði bara. Ég stoppaði hana strax af,“ sagði maðurinn. Stakk upp á því að setja hundinn í frystinn Hann tók fram að áður en þau fóru úr íbúðinni hafi brotaþoli komið fram og verið valtur á fótum og að það hafi sést að hann væri undir áhrifum áfengis. Dagbjört hafi verið undir miklum áhrifum af neyslu amfetamíns og í miklu uppnámi vegna dauða hundsins. Maðurinn stakk þá upp á því að setja hundinn í frystinn áður en hann yrði jarðaður við sumarbústað. Þegar parið yfirgaf íbúðina hafi Dagbjört og maðurinn verið grátandi í faðmlögum. Parið gerði ráð fyrir að þau væru búin að sættast en stuttu síðar lést maðurinn af áverkum í öndunarvegi. Kýldi brotaþola ítrekað í gríni Parið tók fram að þeim þætti ólíklegt að maðurinn hafi drepið hundinn. Maðurinn segir þó að Dagbjört hafi ítrekað sakað brotaþola um dráp hundsins. Parið kippti sér ekki mikið upp við ofbeldi Dagbjartar gagnvart manninum en þau nefndu að hún hafi átt það til að kýla hann ítrekað. Maðurinn sagði þó að það hafi í mestu verið gert í gríni og hafi ekki verið alvarlegt. Hann tók fram að brotaþoli hafi aldrei beitt hana ofbeldi svo hann vissi og að hann hafi verið ljúfur maður. Sváfu í sama rúmi Parið vissi ekki til þess hvort að Dagbjört og hinn látni hafi verið í ástarsambandi þó að þau hafi sofið í sama rúmi. Þau hafi ávallt sagst vera góðir vinir. „Þetta voru bara eins og venjuleg samskipti þeirra á milli. Hún kýldi hann og síðan voru þau orðin vinir strax aftur,“ sagði kunningi þeirra Parið sagði Dagbjörtu hafa sambönd í undirheimum Íslands og að hún hafi verið að selja amfetamín og annað slíkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira