Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 16:00 Atvikið átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Þetta staðfestir réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki mannsins sem lést í Bátavogi í september á síðasta ár. Réttarlæknirinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í skýrslutöku. Maðurinn var á sextugsaldri en Dagbjört Rúnarsdóttir er grunuð um að hafa orðið honum að bana. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Fingur mannsins skakkir og skældir Réttarlæknirinn tók fram fyrir dómstólnum að í raun væru fá svæði á líkama brotaþola þar sem ekki væru áverkar. Hann sagði áverkanna umtalsverða og fjölmarga en að maðurinn hafi hlotið þá á skömmum tíma. Hann segir varðandi alvarlegustu áverkanna að nær ómögulegt sé að þeir hafi komið til fyrir slysni mannsins. Í málinu liggur fyrir að maðurinn hafi fallið ítrekað sökum mikillar áfengisdrykkju en hægt er að útiloka að maðurinn hafi látist vegna þessa. Mikil áfengisnotkun hafi ekki haft áhrif en réttarlæknirinn tók fram að lifur mannsins hafi þolað drykkjuna nokkuð vel. Sem dæmi um áverka nefndi hann að tveir fingur á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi mannsins voru brotnir. Áverkar á fingrum séu of flóknir til að þeir hefðu getað komið fram vegna falls eða slyss. En að hans sögn voru fingurnir skakkir og skældir. Áverkarnir bendi til að fingurnir hafi verið neyddir með afli í óeðlilega stöðu. Aðrir áverkar voru á baki, herðum, öxlum, kynfærum, geirvörtum, brjósti, nára og læri. Áverkar á kynfærum og geirvörtum Hann segir að erfitt sé að meta hvað veldur áverkum á geirvörtum og kynfærum og að um mjög afmörkuð svæði sé að ræða. Geirvörturnar voru skrámaðar en einnig voru litlir marblettir á brjóstkassanum sem benda til þess að einhvers konar afli hafi verið beitt og að maðurinn hafi ekki gert sjálfum sér þetta. Um kynfærin voru blæðingar og bjúgur en áverkarnir voru ansi staðbundnir við getnaðarlim mannsins. Líklegast þykir að áverkanir hafi komið til vegna þrýstings, togs eða snúnings. Sömu sögu er að segja um nárasvæði mannsins. Blæðingar í vöðvum á ýmsum stöðum Í baki mannsins voru nokkuð drjúgar blæðingar en réttarlæknirinn tók fram að ekki væri um innvortisblæðingar í kviðarholi eða brjóstholi að ræða heldur blæðingar í vöðvum mannsins. Blæðingar voru í herðum, öxlum, baki og læri. Hann sagði blæðingarnar komnar til vegna sljós krafts sem hefur komið til í formi höggs eða þrýstings og endurtekið af þó nokkrum ákafa. Vöðvi á axlasvæðinu var kraminn eftir átökin. Áverkarnir á læri gætu hafa komið til vegna sparks, höggs eða falls á útistandandi og harðan hlut. „Við erum með skrámur og marbletti á háls og andliti og kjálka. Þetta virðist öllu svæsnara þegar maður kemur á dýpið,“ sagði hann. Áverkar voru á neðri og efti vör, skráma í munni en ekki var að sjá marga áverka á hálsi á yfirborðinu. Þarf talsverðan kraft til að brjóta bein í hálsi Inni í hálsinum leyndust umtalsverðir áverkar en talsverðan kraft þarf til að brjóta tungubein og hringbrjósk í hálsi. Réttarlæknirinn tekur fram að ekki sé um eina atlögu að ræða heldur nokkrar yfir stuttan tíma. „Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu hlutust af margþættum áverkum og flóknum úr öllum áttum á mismunandi tímum.“ Einnig voru nokkur ummerki eftir endurlífgun. Meðal annars var skráma á brjósti og brot framanvert á nokkrum rifbeinum mannsins. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Þetta staðfestir réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki mannsins sem lést í Bátavogi í september á síðasta ár. Réttarlæknirinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í skýrslutöku. Maðurinn var á sextugsaldri en Dagbjört Rúnarsdóttir er grunuð um að hafa orðið honum að bana. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Fingur mannsins skakkir og skældir Réttarlæknirinn tók fram fyrir dómstólnum að í raun væru fá svæði á líkama brotaþola þar sem ekki væru áverkar. Hann sagði áverkanna umtalsverða og fjölmarga en að maðurinn hafi hlotið þá á skömmum tíma. Hann segir varðandi alvarlegustu áverkanna að nær ómögulegt sé að þeir hafi komið til fyrir slysni mannsins. Í málinu liggur fyrir að maðurinn hafi fallið ítrekað sökum mikillar áfengisdrykkju en hægt er að útiloka að maðurinn hafi látist vegna þessa. Mikil áfengisnotkun hafi ekki haft áhrif en réttarlæknirinn tók fram að lifur mannsins hafi þolað drykkjuna nokkuð vel. Sem dæmi um áverka nefndi hann að tveir fingur á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi mannsins voru brotnir. Áverkar á fingrum séu of flóknir til að þeir hefðu getað komið fram vegna falls eða slyss. En að hans sögn voru fingurnir skakkir og skældir. Áverkarnir bendi til að fingurnir hafi verið neyddir með afli í óeðlilega stöðu. Aðrir áverkar voru á baki, herðum, öxlum, kynfærum, geirvörtum, brjósti, nára og læri. Áverkar á kynfærum og geirvörtum Hann segir að erfitt sé að meta hvað veldur áverkum á geirvörtum og kynfærum og að um mjög afmörkuð svæði sé að ræða. Geirvörturnar voru skrámaðar en einnig voru litlir marblettir á brjóstkassanum sem benda til þess að einhvers konar afli hafi verið beitt og að maðurinn hafi ekki gert sjálfum sér þetta. Um kynfærin voru blæðingar og bjúgur en áverkarnir voru ansi staðbundnir við getnaðarlim mannsins. Líklegast þykir að áverkanir hafi komið til vegna þrýstings, togs eða snúnings. Sömu sögu er að segja um nárasvæði mannsins. Blæðingar í vöðvum á ýmsum stöðum Í baki mannsins voru nokkuð drjúgar blæðingar en réttarlæknirinn tók fram að ekki væri um innvortisblæðingar í kviðarholi eða brjóstholi að ræða heldur blæðingar í vöðvum mannsins. Blæðingar voru í herðum, öxlum, baki og læri. Hann sagði blæðingarnar komnar til vegna sljós krafts sem hefur komið til í formi höggs eða þrýstings og endurtekið af þó nokkrum ákafa. Vöðvi á axlasvæðinu var kraminn eftir átökin. Áverkarnir á læri gætu hafa komið til vegna sparks, höggs eða falls á útistandandi og harðan hlut. „Við erum með skrámur og marbletti á háls og andliti og kjálka. Þetta virðist öllu svæsnara þegar maður kemur á dýpið,“ sagði hann. Áverkar voru á neðri og efti vör, skráma í munni en ekki var að sjá marga áverka á hálsi á yfirborðinu. Þarf talsverðan kraft til að brjóta bein í hálsi Inni í hálsinum leyndust umtalsverðir áverkar en talsverðan kraft þarf til að brjóta tungubein og hringbrjósk í hálsi. Réttarlæknirinn tekur fram að ekki sé um eina atlögu að ræða heldur nokkrar yfir stuttan tíma. „Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu hlutust af margþættum áverkum og flóknum úr öllum áttum á mismunandi tímum.“ Einnig voru nokkur ummerki eftir endurlífgun. Meðal annars var skráma á brjósti og brot framanvert á nokkrum rifbeinum mannsins.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira