Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 16:00 Atvikið átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Þetta staðfestir réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki mannsins sem lést í Bátavogi í september á síðasta ár. Réttarlæknirinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í skýrslutöku. Maðurinn var á sextugsaldri en Dagbjört Rúnarsdóttir er grunuð um að hafa orðið honum að bana. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Fingur mannsins skakkir og skældir Réttarlæknirinn tók fram fyrir dómstólnum að í raun væru fá svæði á líkama brotaþola þar sem ekki væru áverkar. Hann sagði áverkanna umtalsverða og fjölmarga en að maðurinn hafi hlotið þá á skömmum tíma. Hann segir varðandi alvarlegustu áverkanna að nær ómögulegt sé að þeir hafi komið til fyrir slysni mannsins. Í málinu liggur fyrir að maðurinn hafi fallið ítrekað sökum mikillar áfengisdrykkju en hægt er að útiloka að maðurinn hafi látist vegna þessa. Mikil áfengisnotkun hafi ekki haft áhrif en réttarlæknirinn tók fram að lifur mannsins hafi þolað drykkjuna nokkuð vel. Sem dæmi um áverka nefndi hann að tveir fingur á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi mannsins voru brotnir. Áverkar á fingrum séu of flóknir til að þeir hefðu getað komið fram vegna falls eða slyss. En að hans sögn voru fingurnir skakkir og skældir. Áverkarnir bendi til að fingurnir hafi verið neyddir með afli í óeðlilega stöðu. Aðrir áverkar voru á baki, herðum, öxlum, kynfærum, geirvörtum, brjósti, nára og læri. Áverkar á kynfærum og geirvörtum Hann segir að erfitt sé að meta hvað veldur áverkum á geirvörtum og kynfærum og að um mjög afmörkuð svæði sé að ræða. Geirvörturnar voru skrámaðar en einnig voru litlir marblettir á brjóstkassanum sem benda til þess að einhvers konar afli hafi verið beitt og að maðurinn hafi ekki gert sjálfum sér þetta. Um kynfærin voru blæðingar og bjúgur en áverkarnir voru ansi staðbundnir við getnaðarlim mannsins. Líklegast þykir að áverkanir hafi komið til vegna þrýstings, togs eða snúnings. Sömu sögu er að segja um nárasvæði mannsins. Blæðingar í vöðvum á ýmsum stöðum Í baki mannsins voru nokkuð drjúgar blæðingar en réttarlæknirinn tók fram að ekki væri um innvortisblæðingar í kviðarholi eða brjóstholi að ræða heldur blæðingar í vöðvum mannsins. Blæðingar voru í herðum, öxlum, baki og læri. Hann sagði blæðingarnar komnar til vegna sljós krafts sem hefur komið til í formi höggs eða þrýstings og endurtekið af þó nokkrum ákafa. Vöðvi á axlasvæðinu var kraminn eftir átökin. Áverkarnir á læri gætu hafa komið til vegna sparks, höggs eða falls á útistandandi og harðan hlut. „Við erum með skrámur og marbletti á háls og andliti og kjálka. Þetta virðist öllu svæsnara þegar maður kemur á dýpið,“ sagði hann. Áverkar voru á neðri og efti vör, skráma í munni en ekki var að sjá marga áverka á hálsi á yfirborðinu. Þarf talsverðan kraft til að brjóta bein í hálsi Inni í hálsinum leyndust umtalsverðir áverkar en talsverðan kraft þarf til að brjóta tungubein og hringbrjósk í hálsi. Réttarlæknirinn tekur fram að ekki sé um eina atlögu að ræða heldur nokkrar yfir stuttan tíma. „Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu hlutust af margþættum áverkum og flóknum úr öllum áttum á mismunandi tímum.“ Einnig voru nokkur ummerki eftir endurlífgun. Meðal annars var skráma á brjósti og brot framanvert á nokkrum rifbeinum mannsins. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta staðfestir réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki mannsins sem lést í Bátavogi í september á síðasta ár. Réttarlæknirinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í skýrslutöku. Maðurinn var á sextugsaldri en Dagbjört Rúnarsdóttir er grunuð um að hafa orðið honum að bana. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Fingur mannsins skakkir og skældir Réttarlæknirinn tók fram fyrir dómstólnum að í raun væru fá svæði á líkama brotaþola þar sem ekki væru áverkar. Hann sagði áverkanna umtalsverða og fjölmarga en að maðurinn hafi hlotið þá á skömmum tíma. Hann segir varðandi alvarlegustu áverkanna að nær ómögulegt sé að þeir hafi komið til fyrir slysni mannsins. Í málinu liggur fyrir að maðurinn hafi fallið ítrekað sökum mikillar áfengisdrykkju en hægt er að útiloka að maðurinn hafi látist vegna þessa. Mikil áfengisnotkun hafi ekki haft áhrif en réttarlæknirinn tók fram að lifur mannsins hafi þolað drykkjuna nokkuð vel. Sem dæmi um áverka nefndi hann að tveir fingur á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi mannsins voru brotnir. Áverkar á fingrum séu of flóknir til að þeir hefðu getað komið fram vegna falls eða slyss. En að hans sögn voru fingurnir skakkir og skældir. Áverkarnir bendi til að fingurnir hafi verið neyddir með afli í óeðlilega stöðu. Aðrir áverkar voru á baki, herðum, öxlum, kynfærum, geirvörtum, brjósti, nára og læri. Áverkar á kynfærum og geirvörtum Hann segir að erfitt sé að meta hvað veldur áverkum á geirvörtum og kynfærum og að um mjög afmörkuð svæði sé að ræða. Geirvörturnar voru skrámaðar en einnig voru litlir marblettir á brjóstkassanum sem benda til þess að einhvers konar afli hafi verið beitt og að maðurinn hafi ekki gert sjálfum sér þetta. Um kynfærin voru blæðingar og bjúgur en áverkarnir voru ansi staðbundnir við getnaðarlim mannsins. Líklegast þykir að áverkanir hafi komið til vegna þrýstings, togs eða snúnings. Sömu sögu er að segja um nárasvæði mannsins. Blæðingar í vöðvum á ýmsum stöðum Í baki mannsins voru nokkuð drjúgar blæðingar en réttarlæknirinn tók fram að ekki væri um innvortisblæðingar í kviðarholi eða brjóstholi að ræða heldur blæðingar í vöðvum mannsins. Blæðingar voru í herðum, öxlum, baki og læri. Hann sagði blæðingarnar komnar til vegna sljós krafts sem hefur komið til í formi höggs eða þrýstings og endurtekið af þó nokkrum ákafa. Vöðvi á axlasvæðinu var kraminn eftir átökin. Áverkarnir á læri gætu hafa komið til vegna sparks, höggs eða falls á útistandandi og harðan hlut. „Við erum með skrámur og marbletti á háls og andliti og kjálka. Þetta virðist öllu svæsnara þegar maður kemur á dýpið,“ sagði hann. Áverkar voru á neðri og efti vör, skráma í munni en ekki var að sjá marga áverka á hálsi á yfirborðinu. Þarf talsverðan kraft til að brjóta bein í hálsi Inni í hálsinum leyndust umtalsverðir áverkar en talsverðan kraft þarf til að brjóta tungubein og hringbrjósk í hálsi. Réttarlæknirinn tekur fram að ekki sé um eina atlögu að ræða heldur nokkrar yfir stuttan tíma. „Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu hlutust af margþættum áverkum og flóknum úr öllum áttum á mismunandi tímum.“ Einnig voru nokkur ummerki eftir endurlífgun. Meðal annars var skráma á brjósti og brot framanvert á nokkrum rifbeinum mannsins.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira