Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 23:15 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1. Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira