Herforingi handtekinn eftir valdaránstilraun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2024 06:45 Herforinginn Juan Jose Zúñiga var handtekinn eftir misheppnaða valdaránstilraun. Vísir/EPA Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar. Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA
Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13