Herforingi handtekinn eftir valdaránstilraun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2024 06:45 Herforinginn Juan Jose Zúñiga var handtekinn eftir misheppnaða valdaránstilraun. Vísir/EPA Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar. Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA
Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13