Steven sat inni fyrir að hafa gert sér ferð frá heimalandinu til Englands árið 2014 í þeim tilgangi að hitta 12 ára stelpu og nauðga henni. Samkvæmt Telegraph kynntist hann stelpunni á samfélagsmiðlum og var meðvitaður um aldursmuninn, hann 19 ára og hún 12 ára.
Hann hitti stelpuna á heimili hennar í Milton Keynes og nauðgaði henni þrisvar meðan móðir hennar var fjarverandi. Steven játaði sök og var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar árið 2016 en sleppt lausum eftir aðeins 12 mánuði.
A tale as old as time: rapist with a sporting talent given a free pass so he can continue his professional career.
— David Challen (@David_Challen) June 26, 2024
Dutch volleyball player Steven Van de Velde admitted three counts of rape 12-year-old British girl in 2016, was sentenced to just 4 years, then allowed to return to… pic.twitter.com/QnxAntDtU6
Í dómi hæstaréttar Englands sagði:
„Áður en þú komst til þessa lands æfðirðu fyrir og varst vongóður um sæti á Ólympíuleikunum. Sá draumur er úti.“
Verjandi hans í málinu talaði á svipuðum nótum og sagði:
„Fyrirsagnirnar segja alla söguna, skrímsli sem mun aldrei eiga afturkvæmt í íþróttir.“
Svo reyndist ekki. Steven var framseldur til Hollands, sat inni í 12 mánuði og hefur fengið tækifæri til að endurnýja Ólympíudrauminn.
Hann er sem stendur í 11. sæti heimslistans í strandblaki og hefur öðlast þátttökurétt á leikunum í sumar.