Segir engum báti hafa verið stolið Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2024 13:52 Lúther Gestsson segir sárt að vera þjófkenndur að ósekju. Hann hafi ekki stungið neinu í eigin vasa. Facebook Lúther Gestsson er langt því frá sáttur við ásakanir Stefáns Guðmundssonar hjá Gentle Giants og segir hann fara frjálslega með. „Stefán afhenti mér bátinn á Húsavík til að selja hann, að ég hafi milligöngu um það. Báturinn var seldur í Reykjavík um mánaðarmótin maí-júní á síðasta ári. Og þetta veit Stefán allan tímann,“ segir Lúther í samtali við Vísi. Í gær var greint frá því að Stefán hafi auglýst eftir rauðum Zodiac-bát og lýst því yfir að honum hafi verið stolið. Lúther segir ýmislegt fara á milli mála í frásögn Stefáns. „Það eru til sms-skeyti milli okkar Stefáns. Að hann hafi ekki heyrt í mér í margar vikur er kjaftæði. Og ég er með gögn sem sýna það,“ segir Lúther og sendir blaðamanni eitt slíkt því til sönnunar. Það sem svo gerist verður til þess að málin flækjast. Kaupandinn sem Lúther er kominn með þarf að fara í aðgerð og við það dragast kaupin um viku. Lúther segir Stefán samþykkja þetta allt. Kaupandinn komi þá, greiði fyrir bátinn og hann er afhentur. Málin taka að flækjast „Það sem síðan gerist er að Stefán verður eitthvað ósáttur við verðið á bátnum,“ segir Lúther. En verðið var 950 þúsund krónur. Lúther segir Stefán vilja fá hálfri milljón meira fyrir bátinn. En það er verð sem Lúther segir ekki raunhæft. Þá vilji Stefán að kaupin gangi til baka. Hann vill fá bátinn aftur norður á Húsavík. Lúther gengur í að reyna að rifta kaupunum en kaupandinn, sem er úti á landi, segist ekki vilja það. Hann sé farinn að nota bátinn. Lúther reynir að fá Stefán til að tala milliliðalaust við manninn en Stefán segist eiga þetta við hann einan, og hann vilji bátinn aftur. Og það sem meira er, hann neitar að taka við greiðslunni. Lúther segist hafa boðist til að ganga í að kaupa fyrir hann nýrri bát en allt kemur fyrir ekki. Síðan gerist það að fyrirtæki Lúthers fer í gjaldþrot. Hann segist sannarlega að hann hefði gert eitt og annað rangt í tengslum við reksturinn. Og var þarna farinn að elta skottið á sjálfum sér og greiða gjaldfallna reikninga sem hann meðal annars notaði greiðsluna sem hann fékk fyrir bátinn í að gera. Og þar standi þetta mál í raun. Sjálfur eigi hann ekki neitt og hafi ekki átt síðan fyrirtækið hans Sportbátar fóru í gjaldþrot sem var 18. janúar 2024. Ég er ekki þjófur „Það er alls ekki rétt að ég hafi notað þessa peninga í sjálfan mig. Ég er ekki þjófur,“ segir Lúther. Lúther rifjar upp málið sem snýr að Björgunarsveit Skagfirðingasveit, þar sem hann var sakaður um að hafa haft af sveitinni 9 milljónir króna. Allt þetta hafi verið rannsakað og engin kæra liggi fyrir á hendur honum. Nú sé öll sú martröð endurvakin með ásökunum Stefáns á hendur honum. Sem sé óskemmtilegt. „Hann var farinn að hóta lögreglu, hún hringdi í mig og ég útskýri þetta fyrir henni,“ segir Lúther. Hann bendir á að engin kæra liggi fyrir á hendur honum, sem segi sína söguna. Honum þykir vissulega leitt hvernig þetta fór, sjálfur eigi hann ekkert og hafi verið atvinnulaus allt frá því að hann fór í gjaldþrot. Gjaldþrotamál séu alltaf erfið. En þannig standa málið. „Ég hef reynt að hafa samband við Stefán undanfarna daga, til að leysa þetta mál, en hann hefur ekki svarað.“ Lögreglumál Gjaldþrot Norðurþing Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Stefán afhenti mér bátinn á Húsavík til að selja hann, að ég hafi milligöngu um það. Báturinn var seldur í Reykjavík um mánaðarmótin maí-júní á síðasta ári. Og þetta veit Stefán allan tímann,“ segir Lúther í samtali við Vísi. Í gær var greint frá því að Stefán hafi auglýst eftir rauðum Zodiac-bát og lýst því yfir að honum hafi verið stolið. Lúther segir ýmislegt fara á milli mála í frásögn Stefáns. „Það eru til sms-skeyti milli okkar Stefáns. Að hann hafi ekki heyrt í mér í margar vikur er kjaftæði. Og ég er með gögn sem sýna það,“ segir Lúther og sendir blaðamanni eitt slíkt því til sönnunar. Það sem svo gerist verður til þess að málin flækjast. Kaupandinn sem Lúther er kominn með þarf að fara í aðgerð og við það dragast kaupin um viku. Lúther segir Stefán samþykkja þetta allt. Kaupandinn komi þá, greiði fyrir bátinn og hann er afhentur. Málin taka að flækjast „Það sem síðan gerist er að Stefán verður eitthvað ósáttur við verðið á bátnum,“ segir Lúther. En verðið var 950 þúsund krónur. Lúther segir Stefán vilja fá hálfri milljón meira fyrir bátinn. En það er verð sem Lúther segir ekki raunhæft. Þá vilji Stefán að kaupin gangi til baka. Hann vill fá bátinn aftur norður á Húsavík. Lúther gengur í að reyna að rifta kaupunum en kaupandinn, sem er úti á landi, segist ekki vilja það. Hann sé farinn að nota bátinn. Lúther reynir að fá Stefán til að tala milliliðalaust við manninn en Stefán segist eiga þetta við hann einan, og hann vilji bátinn aftur. Og það sem meira er, hann neitar að taka við greiðslunni. Lúther segist hafa boðist til að ganga í að kaupa fyrir hann nýrri bát en allt kemur fyrir ekki. Síðan gerist það að fyrirtæki Lúthers fer í gjaldþrot. Hann segist sannarlega að hann hefði gert eitt og annað rangt í tengslum við reksturinn. Og var þarna farinn að elta skottið á sjálfum sér og greiða gjaldfallna reikninga sem hann meðal annars notaði greiðsluna sem hann fékk fyrir bátinn í að gera. Og þar standi þetta mál í raun. Sjálfur eigi hann ekki neitt og hafi ekki átt síðan fyrirtækið hans Sportbátar fóru í gjaldþrot sem var 18. janúar 2024. Ég er ekki þjófur „Það er alls ekki rétt að ég hafi notað þessa peninga í sjálfan mig. Ég er ekki þjófur,“ segir Lúther. Lúther rifjar upp málið sem snýr að Björgunarsveit Skagfirðingasveit, þar sem hann var sakaður um að hafa haft af sveitinni 9 milljónir króna. Allt þetta hafi verið rannsakað og engin kæra liggi fyrir á hendur honum. Nú sé öll sú martröð endurvakin með ásökunum Stefáns á hendur honum. Sem sé óskemmtilegt. „Hann var farinn að hóta lögreglu, hún hringdi í mig og ég útskýri þetta fyrir henni,“ segir Lúther. Hann bendir á að engin kæra liggi fyrir á hendur honum, sem segi sína söguna. Honum þykir vissulega leitt hvernig þetta fór, sjálfur eigi hann ekkert og hafi verið atvinnulaus allt frá því að hann fór í gjaldþrot. Gjaldþrotamál séu alltaf erfið. En þannig standa málið. „Ég hef reynt að hafa samband við Stefán undanfarna daga, til að leysa þetta mál, en hann hefur ekki svarað.“
Lögreglumál Gjaldþrot Norðurþing Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira