Slater var í sínu fyrsta fríi án foreldra þegar hann týndist, og var mættur til Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG, sem fór fram á amerísku ströndinni, Playa se las Americas.
Leitarhundar þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði eru á leið til Tenerife til þess að taka þátt við leitina. Slater var síðast með símasamband í fjalllendi við Rural de Teno national þjóðgarðinn. Þar hefur hans verið leitasð síðustu daga en leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Christianos-svæðinu.
Almannavarnir á Tenerife segja að ekkert verði gefið eftir í leitinni. Athygli vakti í vikunni þegar spænska lögreglan afþakkaði aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire segir að lögreglan á Spáni muni hafa samband við embættið óski hún eftir frekari liðsauka.
Faðir Slater hefur óskað eftir liðsauka frá íbúum í Santiago del Teide í norðurhluta Tenerife, en lögreglu barst tilkynning um að mögulega hefði Slater sést í þeim bæ á dögunum. Síðan þá hefur fjölskylda Slater dvalið þar.