Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 18:14 Albert Einstein í þungum þönkum. Getty Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir. Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir.
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira