Biðlar til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ að leita til sálfræðings Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 14:01 Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Lewis Hamilton, annar af ökumönnum liðsins Vísir/Samsett mynd Lögreglan í Norhamptonshire segir ekkert bendi til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í kjölfar nafnlausra tölvupósta og textaskilaboð sem ýjuðu að því að liðsmenn Formúlu 1 liðs Mercedes væru vísvitandi að skemma fyrir ökumanni liðsins og sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið alvarlegum augum þar sem að einn tölvupósturinn, sem kom frá óþekktum aðila, bar nafnið „Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis.“ Umræddur tölvupóstur var sendur á Toto Wolff framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes sem og aðra hátt setta stjórnendur innan Formúlu 1 og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA). Hann barst 10.júní. Degi eftir kanadíska kappaksturinn þar sem að George Russell, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, tók fram úr honum á síðasta hring kappakstursins. Því var haldið fram að tölvupósturinn sem og önnur textaskilaboð, sem kom frá ónafngreindum aðila og bar nafnið Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis, hafi komið frá ósáttum starfsmanni Formúlu 1 liðs Mercedes og var því haldið fram að Mercedes, einkum Toto Wolff, væri að skemma fyrir Hamilton. Það væri hans leið til þess að hefna sín á Bretanum sem hefur ákveðið að halda á önnur mið eftir yfirstandandi tímabil og ganga til liðs við Ferrari. Sjálfur hefur Wolff þvertekið fyrir ásakanirnar á hendur sér sem fram komu í umræddum tölvupósti. Hann er handviss um að tölvupósturinn hafi ekki verið sendur af einstaklingi innan raða Formúlu 1 liðs Mercedes. Hann biðlaði til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ sem telja Mercedes vera að vinna gegn Hamilton að „leita sér sálfræðiaðstoðar.“ Málið kom inn á borð lögregluyfirvalda í Northamptonshire þann 12.júní síðastliðinn og hefur rannsókn hennar leitt í ljós að ekkert bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hins vegar hefur Sky Sports heimildir fyrir því að lögregluyfirvöld hafi beðið Mercedes um að tilkynna um svipað athæfi um leið og á sama tíma greinir miðillinn frá því að liðið hafi ráðið eigin rannsakanda til að fara ofan í kjölinn á málinu. Hamilton mætti aftur í bíl Mercedes um síðastliðna helgi og komst á verðlaunapall í Spánarkappakstrinum. Wolff nýtti þá aftur tækifærið til að koma á framfæri skýrri afstöðu sinni í málinu. Hamilton endaði í 3.sæti í Spánarkappakstrinum um síðustu helgi og sneri því aftur upp á verðlaunapallinn í Formúlu 1Vísir/Getty „Ég ber enga virðingu fyrir þessum samsæriskenningasmiðum. Þeir eru heilalausir. Við viljum bjóða upp á bíl sem að vinnur keppnir og meistaratitla. Þeir sem ná því ekki geta einbeitt sér að annarri íþrótt. Það er gott að sjá Lewis eiga góða keppnishelgi því upp á síðkastið hefur það oft verið þannig að hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum. Núna gekk hins vegar allt upp og ég er ánægður með að sjá hann standa aftur á verðlaunapallinum.“ Formúla 1 heldur nú til Austurríkis og um komandi helgi fer fram keppnishelgi á Red Bull Ring brautinni í Spielberg þar í landi. Vodafone Sport rásin er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Umræddur tölvupóstur var sendur á Toto Wolff framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes sem og aðra hátt setta stjórnendur innan Formúlu 1 og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA). Hann barst 10.júní. Degi eftir kanadíska kappaksturinn þar sem að George Russell, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, tók fram úr honum á síðasta hring kappakstursins. Því var haldið fram að tölvupósturinn sem og önnur textaskilaboð, sem kom frá ónafngreindum aðila og bar nafnið Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis, hafi komið frá ósáttum starfsmanni Formúlu 1 liðs Mercedes og var því haldið fram að Mercedes, einkum Toto Wolff, væri að skemma fyrir Hamilton. Það væri hans leið til þess að hefna sín á Bretanum sem hefur ákveðið að halda á önnur mið eftir yfirstandandi tímabil og ganga til liðs við Ferrari. Sjálfur hefur Wolff þvertekið fyrir ásakanirnar á hendur sér sem fram komu í umræddum tölvupósti. Hann er handviss um að tölvupósturinn hafi ekki verið sendur af einstaklingi innan raða Formúlu 1 liðs Mercedes. Hann biðlaði til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ sem telja Mercedes vera að vinna gegn Hamilton að „leita sér sálfræðiaðstoðar.“ Málið kom inn á borð lögregluyfirvalda í Northamptonshire þann 12.júní síðastliðinn og hefur rannsókn hennar leitt í ljós að ekkert bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hins vegar hefur Sky Sports heimildir fyrir því að lögregluyfirvöld hafi beðið Mercedes um að tilkynna um svipað athæfi um leið og á sama tíma greinir miðillinn frá því að liðið hafi ráðið eigin rannsakanda til að fara ofan í kjölinn á málinu. Hamilton mætti aftur í bíl Mercedes um síðastliðna helgi og komst á verðlaunapall í Spánarkappakstrinum. Wolff nýtti þá aftur tækifærið til að koma á framfæri skýrri afstöðu sinni í málinu. Hamilton endaði í 3.sæti í Spánarkappakstrinum um síðustu helgi og sneri því aftur upp á verðlaunapallinn í Formúlu 1Vísir/Getty „Ég ber enga virðingu fyrir þessum samsæriskenningasmiðum. Þeir eru heilalausir. Við viljum bjóða upp á bíl sem að vinnur keppnir og meistaratitla. Þeir sem ná því ekki geta einbeitt sér að annarri íþrótt. Það er gott að sjá Lewis eiga góða keppnishelgi því upp á síðkastið hefur það oft verið þannig að hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum. Núna gekk hins vegar allt upp og ég er ánægður með að sjá hann standa aftur á verðlaunapallinum.“ Formúla 1 heldur nú til Austurríkis og um komandi helgi fer fram keppnishelgi á Red Bull Ring brautinni í Spielberg þar í landi. Vodafone Sport rásin er heimili Formúlu 1 á Íslandi.
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira