Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júní 2024 18:08 Af þeim fimm brotum sem maðurinn hefur verið dæmdur fyrir á þessu ári áttu þrjú þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira