Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:35 Lögregla greinir talsverða aukningu í stórfelldum líkamsárásum sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára fremja. Þær voru 69 talsins árið 2023, miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest. Getty Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna. Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna.
Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira