Fjölskylduparadís Samfylkingarinnar í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. júní 2024 08:00 Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar