Stöð 2 Sport
Það verður toppslagur á Kópavogsvelli klukkan 19:00 þegar Breiðablik og ÍA mætast. Stúkan fer svo í loftið 21:20 þar sem allir leikir umferðarinnar verða gerðir upp.
Stöð 2 Sport 4
Golfið á daginn á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 16:00 hefst bein útsending frá KPMG PGA mótaröð kvenna.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19:00 er viðureign FH og Fylkis á dagskrá.
Besta deildin
KA fær Fram í heimsókn og hefst útsending frá þeim leik klukkan 16:50
Vodafone Sport
Formúlan á sviðið á Vodafone Sport rásinni. Klukkan 09:30 hefst bein útsending frá Formúlu 2 keppninni á spáni og klukkan 12:30 er það svo Formúla 1 keppnin sem tekur við.
Þar á milli er svo leikur í bandaríska fótboltanum, þegar NJ/NY Gotham og Washington Spirit mætast í NWSL deildinni og hefst útsending klukkan 17:25.
Við lokum kvöldinu svo á Vodafone rásinni með pílu, European Darts Open, og hefst sú útsending klukkan 19:25.