Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 22:31 Lögreglan á Tenerife hefur umsjón með leitinni að hinum breska Jay Slater. Vísir/Getty Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá. Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá.
Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira