Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 10:46 Það er afar erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir ungar heilbrigðar konur að fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð í Japan. Getty Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. „Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“ Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
„Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“
Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira