„Liðin héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 20:35 John Andrews, þjálfari Víkings, og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, takast í hendurnar eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur var fyrsta liðið til að vinna Breiðablik á tímabilinu. Víkingur vann 2-1 sigur og John Andrews, þjálfari Víkings, var hátt uppi eftir sigurinn. „Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
„Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira