Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2024 22:00 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44