Getur varla lesið Sjálfstætt fólk lengur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 15:41 Margir taka undir með Einari Kárasyni og segjast eiga erfitt með lestur bókarinnar. Vísir/Vilhelm Rithöfundurinn Einar Kárason segir það reyna frekar á hann í seinni tíð að lesa Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Mögulega sé hækkandi aldri um að kenna. Hann hallast enn frekar að því en áður að bókin sé með undarlegum hætti ástarsaga Bjarts og Ástu Sólilju. Einar er aðdáandi bókarinnar eins og fleiri og segist í færslu á Facebook hafa dregið bókina úr hillu og tekið til við lestur. „En nú bregður svo við að ég get varla almennilega lesið þetta snilldarverk lengur, og það er vegna þess hve sagan er hræðilega grimm og miskunnarlaus við Ástu Sóllilju. Hafandi eignast og alið upp margar litlar stúlkur þá get ég hreinlega ekki afborið að lesa hvað þessu barni eru menn og örlög grimm.“ Sjálfstætt fólk var gefin út í tveimur bindum um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Undirtitill beggja binda var Hetjusaga. Hún er talin eiga að gerast á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar. Hún fjallar í grófum dráttum um bóndann Bjart í Sumarhúsum og fjölskyldu hans, sér í lagi Ástu Sólilju sem elst upp á bænum móðurlaus eftir að Rósa móðir hennar lætur lífið af barnsförum. „Ásta Sóllilja, þegar að er gáð, er ekkert síður aðalpersóna bókarinnar en Bjartur; sagan hefst með henni og lýkur sömuleiðis – hún er sú sem örlögin snúast um. Ég hef áður skrifað, og uppskorið efasemdir um, að bókin sé á einhvern undarlegan hátt ástarsaga Bjarts og Ástu. Bjartur sýnir aldrei af sér vott af tilfinningasemi; ekki gagnvart eiginkonum sínum tveimur sem þó drepast á hryggilegan hátt um hans daga, og heldur aldrei ástríki gagnvart sonum sínum. Hann „skussast með þá niður á Fjörð“ þegar þeir ákveða að yfirgefa hann og hans tilveru fyrir fullt og allt, og er tilbúinn til að gleyma þeim æ síðan; hann saknar aldrei neins. Þegar hann gengur fram á hræ elsta sonarins, sem varð úti í hans landareign, þá kastar hans vettlingi að líkinu, eftir gamalli siðvenju; þar með er því lokið. En hann dýrkar Ástu Sóllilju, hún er hans „lífsblóm.“ Og markmið hans og draumur í lífinu er að byggja yfir hana hús. Lífsblómið sitt,“ segir Einar. Það sé morgunljóst fyrir Bjarti og öðrum, og í raun aldrei neinn vafi á því í sögunni, að Ásta Sólilja sé ekkert skyld honum. „Og það er á fleiri en einum stað gefið í skyn í bókinni, eftir að hún er að komast á fullorðisaldur, að ást hans er að einhverju leyti af erótískum toga. Kannski er hún líka hans herfang; það sem hann tók með sér úr stórbúi Rauðsmýringa, sem kúguðu hann og féflettu í áratugi. Hún á að verða konan í hans fína nýbyggða draumahúsi, án þess að það hafi verið úthugsað af hans hálfu eða sett í þjóðfélagslegt samhengi að hún yrði hans kona eða neitt slíkt. Enda gerist ekkert þeirra á milli, þótt tæpt hafi staðið í kaupstaðarferð.“ Þegar kennaraflagarinn nauðgi Ástu Sóllilju bregðist Bjartur ekki við eins og faðir heldur eins og kokkálaður maður. „Hann brjálast út í hana, en ekki nauðgarann. En hafandi rekið hana grimmilega af höndum sér, þá er hún samt sú eina sem hann saknar í lífinu. Yrkir til fallegar vísur, reynir að koma á sáttum. Þótt of seint sé; hún í bókarlok dauðvona af berklum eftir kennaraflagarann, búin að vera. Eins og hann sjálfur, og allt það fólk.“ Fjölmargir bókmenntarýnendur taka undir með Einari. Þeirra á meðal Silja Aðalsteinsdóttir sem segir „eins og talað úr mínum hug og hjarta“. Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Einar er aðdáandi bókarinnar eins og fleiri og segist í færslu á Facebook hafa dregið bókina úr hillu og tekið til við lestur. „En nú bregður svo við að ég get varla almennilega lesið þetta snilldarverk lengur, og það er vegna þess hve sagan er hræðilega grimm og miskunnarlaus við Ástu Sóllilju. Hafandi eignast og alið upp margar litlar stúlkur þá get ég hreinlega ekki afborið að lesa hvað þessu barni eru menn og örlög grimm.“ Sjálfstætt fólk var gefin út í tveimur bindum um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Undirtitill beggja binda var Hetjusaga. Hún er talin eiga að gerast á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar. Hún fjallar í grófum dráttum um bóndann Bjart í Sumarhúsum og fjölskyldu hans, sér í lagi Ástu Sólilju sem elst upp á bænum móðurlaus eftir að Rósa móðir hennar lætur lífið af barnsförum. „Ásta Sóllilja, þegar að er gáð, er ekkert síður aðalpersóna bókarinnar en Bjartur; sagan hefst með henni og lýkur sömuleiðis – hún er sú sem örlögin snúast um. Ég hef áður skrifað, og uppskorið efasemdir um, að bókin sé á einhvern undarlegan hátt ástarsaga Bjarts og Ástu. Bjartur sýnir aldrei af sér vott af tilfinningasemi; ekki gagnvart eiginkonum sínum tveimur sem þó drepast á hryggilegan hátt um hans daga, og heldur aldrei ástríki gagnvart sonum sínum. Hann „skussast með þá niður á Fjörð“ þegar þeir ákveða að yfirgefa hann og hans tilveru fyrir fullt og allt, og er tilbúinn til að gleyma þeim æ síðan; hann saknar aldrei neins. Þegar hann gengur fram á hræ elsta sonarins, sem varð úti í hans landareign, þá kastar hans vettlingi að líkinu, eftir gamalli siðvenju; þar með er því lokið. En hann dýrkar Ástu Sóllilju, hún er hans „lífsblóm.“ Og markmið hans og draumur í lífinu er að byggja yfir hana hús. Lífsblómið sitt,“ segir Einar. Það sé morgunljóst fyrir Bjarti og öðrum, og í raun aldrei neinn vafi á því í sögunni, að Ásta Sólilja sé ekkert skyld honum. „Og það er á fleiri en einum stað gefið í skyn í bókinni, eftir að hún er að komast á fullorðisaldur, að ást hans er að einhverju leyti af erótískum toga. Kannski er hún líka hans herfang; það sem hann tók með sér úr stórbúi Rauðsmýringa, sem kúguðu hann og féflettu í áratugi. Hún á að verða konan í hans fína nýbyggða draumahúsi, án þess að það hafi verið úthugsað af hans hálfu eða sett í þjóðfélagslegt samhengi að hún yrði hans kona eða neitt slíkt. Enda gerist ekkert þeirra á milli, þótt tæpt hafi staðið í kaupstaðarferð.“ Þegar kennaraflagarinn nauðgi Ástu Sóllilju bregðist Bjartur ekki við eins og faðir heldur eins og kokkálaður maður. „Hann brjálast út í hana, en ekki nauðgarann. En hafandi rekið hana grimmilega af höndum sér, þá er hún samt sú eina sem hann saknar í lífinu. Yrkir til fallegar vísur, reynir að koma á sáttum. Þótt of seint sé; hún í bókarlok dauðvona af berklum eftir kennaraflagarann, búin að vera. Eins og hann sjálfur, og allt það fólk.“ Fjölmargir bókmenntarýnendur taka undir með Einari. Þeirra á meðal Silja Aðalsteinsdóttir sem segir „eins og talað úr mínum hug og hjarta“.
Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira