Segir árásargjarna hrúta sitja um heimilið sitt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:45 Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Lausaganga hrúta í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur orðið tilefni talsverðrar óánægju meðal íbúa. Baldur Gunnarsson íbúi í bænum segir hrútavandann hafa verið viðvarandi síðustu ár og árásargjarnir hrútar hafi setið um heimili hans síðustu daga. „Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Vogar Landbúnaður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu.
Vogar Landbúnaður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira