Fast skotið á blaðamannafundi Vals og Víkings: „Ég elska að skora á móti Val“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 11:31 Nicolaj Hansen hefur verið iðinn við markaskorun eftir að hann gekk í raðir Víkings frá Val. Vísir/Bára Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings í gríðarlega mikilvægum leik í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Nicolaj Hansen, fyrrverandi leikmaður Vals, segist elska að skora á móti sínu gamla félagi. Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti