Boston Celtics NBA-meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 06:30 Jaylen Brown og liðsfélagar hans í Boston Celtics fagna titlinum í nótt. Getty/Elsa Boston Celtics endaði sextán ára bið félagsins eftir NBA titli í nótt en liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvíginu á móti Dallas Mavericks með afar sannfærandi átján stiga sigri, 106-88, á heimavelli sínum í Boston. Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira