Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 11:52 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr Samfylkingunni, vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Baldur Hrafnkell Jónsson Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær: Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Sjá meira
Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær:
Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Sjá meira