Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 13:31 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Vísir/Einar Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur. Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira