Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. júní 2024 17:41 Karólína Hrönn Johnstone var að vinna í Kringlunni þegar eldurinn kviknaði í dag. Vísir/Viktor Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. „Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“ Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
„Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00