Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. júní 2024 17:41 Karólína Hrönn Johnstone var að vinna í Kringlunni þegar eldurinn kviknaði í dag. Vísir/Viktor Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. „Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“ Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Kerfið fór í gang tvisvar sinnum. Í fyrra skiptuð vorum við bara að grínast með þetta. Þetta fór í gang en enginn hreyfði við sér. Það var í svona fimm mínútur og svo byrjaði það aftur. Við hugsuðum hvað myndi gerast ef við myndum fá pásu í vinnunni,“ segir Karólína í samtali við fréttastofu um aðdraganda rýmingarinnar. „Síðan kom öryggisvörður og sagði okkur að fara út. Þannig við fórum út og við biðum, og síðan sögðu þeir okkur að Kringlan myndi alveg vera lokuð það sem eftir lifir af deginum.“ Gæti þurft að skríða inn um gluggann Karólínu tókst að taka með sér allt dótið sitt, en samstarfskona hennar var ekki eins heppin. „Ég náði að taka allt dótið mitt með mér en ekki gellan sem er að vinna með mér. Hún skyldi húslyklana sína eftir í Epal. Það verður smá vesen fyrir hana. Ég veit ekki hvernig hún kemst heim, bara í gegnum gluggann eða eitthvað.“ Frá vettvangi slökkvistarfanna við Kringluna.Vísir/Viktor Hún segir að rýmingin hafi gengið vel um leið og öryggisverðir hafi farið að láta fólk vita að það ætti að fara út. „Um leið og þeir sögðu eldur þá fékk ég smá í magann. Ég hugsaði: Já einmitt.“ Karólína segist þó hafa áhyggjur af Epal-versluninni. „Ég náði ekki að loka henni. Ég náði bara að loka hálfa leið áður en hann öskraði á mig: „Farðu út!“ Ég hef eiginlega bara áhyggjur af búðinni, en það er allt í lagi með mig. Þetta er bara crazy hlutur sem gerðist.“
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 15. júní 2024 15:54
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00