Hélt að hásinin hefði slitnað: „Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2024 08:01 Martin Hermannsson hefur verið lykilmaður síðan hann gekk aftur til liðs við Alba Berlin í janúar en hann gat ekki tekið þátt í úrslitaeinvíginu. Inaki Esnaola/Getty Images Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson meiddist á versta mögulega tíma og missti af úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem Alba Berlin tapaði gegn Bayern Munchen. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum