Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 14. júní 2024 15:54 Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira