Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 14. júní 2024 15:54 Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira