Þannig gæti Alþingi sameinast um orkumál Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 13. júní 2024 11:01 Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun